top of page

SAGAN OKKAR

YNGSTU GARÐYRKJUBÆNDUR LANDSINS

Það má með sanni segja að við bændurnir í Ösp Laugarási séum með yngri garðyrkjubændum í Evrópu.

Með gríðarlegum metnaði varð draumur okkar að veruleika að eignast sveit sem stundar garðyrkju og í dag ræktum við mikið magn af salati eingöngu fyrir íslenskan markað.

Image by Duyet Le

ÖSP LAUGARÁSI

Frá árinu 1970 hefur ýmis ræktun á garðyrkjustöðinni Ösp verið stunduð.

Allt frá blómum að gúrkum, tómötum og svo salati höfum við vaxið og dafnað sem eitt stærsta gróðurhús landsins sem ræktar eingöngu salat. Í dag ræktum við tvennskonar vörur og eru það annarsvegar salatblöndur og svo blaðsalat í  endurvinnanlegum bréfpottum.

Vörur okkar má finna í öllum helstu matvöruverslunum um allt land og leggjum við mikið kapp á að koma sem ferskustu vörum til neytenda á sem skemmstum tíma.

 

Gjörið svo vel.

bottom of page